Enski boltinn

De Gea: Við erum ekki saddir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er gaman hjá De Gea þessa dagana.
Það er gaman hjá De Gea þessa dagana. vísir/getty
David de Gea, markvörður Man. Utd, segir að frábært gengi Man. Utd þessa dagana muni ekki skipta neinu máli ef liðinu tekst ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Man. Utd er búið að vinna átta leiki í röð undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og stemningin eftir því miklu betri hjá félaginu.

Man. Utd á leik gegn Burnley á morgun og getur með sigri þar komist upp að hlið Chelsea sem er í fjórða sæti deildarinnar.

„Gengið er augljóslega búið að vera frábært en við erum ekki enn komnir í Meistaradeildarsæti og ansi langt frá því að vinna deildina. Við erum ánægðir með sigrana en langt frá því að vera sáttir með stöðuna,“ sagði De Gea.

„Þetta félag á að vera að berjast um titilinn en sjálfstraustið er að koma og við ætlum að ná eins góðum árangri og hægt er úr því sem komið er.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×