Enski boltinn

Morata á leið til Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Morata í leik með Chelsea.
Morata í leik með Chelsea. vísir/getty
Spænski framherjinn Alvaro Morata hjá Chelsea er aftur á leið til Madridar en að þessu sinni til þess að spila með Atletico.

Hann er búinn að gangast undir læknisskoðun hjá Atletico Madrid og verður lánaður til félagsins í eitt og hálft ár. Þetta gerist nákvæmlega einu og hálfu ári eftir að hann fór frá Real Madrid til Chelsea.

Chelsea er búið að fá argentínska framherjann Gonzalo Higuain að láni og þá var nokkuð ljóst að Morata myndi fara frá enska félaginu.

„Ég er búinn að bíða eftir þessu í marga daga,“ sagði hinn 26 ára gamli framherji spenntur.

Morata skrifaði undir fimm ára samning við Chelsea er hann var keyptur á litlar 60 milljónir punda sumarið 2017. Hann varð þá dýrasti leikmaður í sögu Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×