Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir augljóslega aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Rætt verður við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður áfram fjallað um sölu Félags eldri borgara á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti en við afhendingu á íbúðunum var kaupendum tilkynnt að þeir þyrftu að greiða fimm til sjö milljónir meira fyrir íbúðina. Aðjúnkt í kröfurétti segir þetta ekki eðilega kröfu frá félaginu og Neytendasamtökin hafa málið á sínu borði.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×