Fótbolti

Costa fékk átta leikja bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Costa er hann fékk rauða spjaldið.
Costa er hann fékk rauða spjaldið. vísir/getty
Diego Costa, framherji Atletico Madrid, hefur verið dæmdur í átta leikja bann á Spáni eftir rauða spjaldið sem hann fékk í stórleiknum gegn Barcelona um síðustu helgi.

Framherjinn var sendur í sturtu fljótlega í fyrri hálfleik. Eftir að hafa ekki fengið aukaspyrnu lét hann ógeðsleg ummæli falla um dómara leiksins sem var fljótur að senda hann í sturtu.







Það var ekki eina sem Costa gerði heldur greip hann einnig um hönd dómarans og ríghélt í hana. Hann fékk fjóra leiki í bann fyrir munnsöfnuðinn og fjóra fyrir að halda í hönd dómarans.

Það er því ljóst að Costa spilar ekki meira með Atletico á leiktíðinni og byrjar næstu leiktíð í eins leiks banni verði hann áfram hjá Atletico.

Madrídarliðið er í öðru sæti deildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Barcelona, og tveimur stigum á undan grönnunum í Real.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×