Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
157 manns fórust þegar farþegaþota Ethiopian Airlines hrapaði skömmu eftir flugtak í morgun. Þetta er í annað sinn á innan við hálfu ár sem þota sömu gerðar hrapar en framkvæmdastjóri hjá Icelandair, sem reiðir sig á eins vélar, segir fátt benda til að félagið þurfi að grípa til aðgerða að svo stöddu.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.

Einnig verður rýnt í boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar sem voru samþykktar með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Þá verður rætt við móður barns í Fossvogsskóla en komið hefur fram að mygla sé í skólanum. Foreldrar undra sig á vinnubrögðum borgarinnar en tvær úttektir á aðbúnaði sem gerðar voru með mánaðar millibili sýndu mismundandi niðurstöður.

Við höldum einnig áfram umfjöllun um lyfjagjöf við MND-sjúkdómnum. Engar beiðnir hafa borist frá læknum til Lyfjastofnunar um nýtt lyf sem er leyft bæði í Bandaríkjunum og Japan. Dósent í taugavísindum telur að aðgengi sjúklinga sem glíma við slíka sjúkdóma að lyfjum eigi að vera frjálst og auðvelt í nánu samstarfi við lækna. Fjármagn til rannsókna á taugahrörnunarsjúkdómum er af skornum skammti hér á landi.

Þá skoðum við íslenskar melónur sem hafið er að rækta á Reykjum í Ölfusi og kíkjum á þjóðbúningadaginn sem var í Safnahúsinu í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×