Fótbolti

Sverrir Ingi til toppliðsins í Grikklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir í leik með Rostov gegn CSKA Moskvu.
Sverrir í leik með Rostov gegn CSKA Moskvu. vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason er genginn í raðir gríska liðsins, PAOK, en félagið staðfesti félagaskiptin í morgun. Félagaskiptin voru kláruð fyrir lok gluggans í gærkvöldi.

Sverrir kemur til Grikklands frá Rússlandi þar sem hann hefur spilað með Rostov í eitt og hálft ár en einnig hefur hann verið á mála hjá til að mynda Lokeren og Granada.

Íslenski landsliðsmiðvörðurinn fæst ekki ókeypis en talið er að gríska toppliðið kaupi hann á um 550 milljónir íslenskra króna og fá þá Blikar peninga í kassann.

PAOK er toppliðið í Grikklandi og hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu. Liðið er með átta stiga forskot á toppnum og hefur unnið sautján af átján leikjum sínum á leiktíðinni.

Liðið spilaði einnig í Evrópudeildinni þar sem það var með Chelsea, Bate og Vidi í riðli en PAOK endaði á botni riðilsins með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×