Fótbolti

Íþróttamaður ársins keppti í kökukeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir með kökukeflið á lofti.
Sara Björk Gunnarsdóttir með kökukeflið á lofti. Skjámynd/Fésbók Volkswagen
Sara Björk Gunnarsdóttir fór á kostum og hafði gaman af þegar tveir leikmenn Wolfsburg liðsins fengu það verkefni að keppa við stuðningsmenn liðsins í smákökukeppni.

Sara Björk er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og var kjörin Íþróttamaður ársisn 2018 af samtökum íþróttafréttamanna.

Kökukeppnin var á vegum Volkswagen sem er aðalstyrktaraðili Wolfsburg liðsins enda með höfuðstöðvar sínar í borginni.

Sara Björk Gunnarsdóttir kom fram fyrir liðið sitt ásamt Ellu Masar sem er bandarískur leikmaður í liði Wolfsburg.

Það mátti augljóslega sjá keppnisskapið brjótast fram hjá Söru Björk sem var klár með kökukeflið frá fyrstu mínútu. Hún var líka hrókur alls fagnaðar og greinilega tilbúin að bregða á leik fyrir gott málefni.

Claudia Neto fékk síðan það verkefni að ákveða hvor hafði betur lið Wolfsburg leikmannanna eða lið Wolfsburg stuðningsmannanna.

Sara Björk hafði líka gaman af og deildi myndbandinu af kökukeppninni sem aðdáendum sínum. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.



VfL Wolfsburg liðið hefur verið í vetrarfríi en spilar fyrsta deildarleikinn á nýju ári 17. febrúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×