Fótbolti

Sverrir Ingi rífur nýju PAOK treyjuna í kynningarmyndbandinu sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason. Skjámynd/Twitter/@PAOK_FC
PAOK kynnti í dag íslenska landsliðsmanninn Sverrir Inga Ingason á samfélagsmiðlum sínum. Það var nóg um að vera í myndbandi íslenska miðvarðarins.

Víkingaklapp, rifin treyja og Víkingaöskur eru meðal þess sem sést í kynningarmyndbandi Sverris sem PAOK keypti í gær frá FK Rostov í Rússlandi.

Myndbandið byrjar á „sameiginlegu“ Víkingaklappi á milli íslenska landsliðsins (frá EM 2016) og stuðningsmanna PAOK.

Sverrir Ingi tilkynnir síðan PAOK fólki það að félagsskiptaglugginn loki ekki fyrr en hann segir svo.

Sverrir rífur svo nýju PAOK-keppnistreyjuna sína með tilþrifum og bíður síðan upp á alvöru Víkingaöskur.

Myllumerkin eru síðan #IngiIsHere og #TheFutureIsHere eða „Ingi er mættur“ og „Framtíð okkar er hér“

Hér fyrir neðan má sjá fyrstu kynni stuðningsfólks PAOK af íslenska miðverðinum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×