Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann telur að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili, þegar höggið vegna fækkunar ferðamanna dynur á. Þó séu ýmis jákvæð teikn á lofti.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Rætt verður við landslagsarkitekt um skipulag leikskólalóða sem hann segir margar hverjar vera of litlar og þar með hamla þroska barna. Börnin þurfi rými til hreyfingar og leikja. Þá skoðum við Jónshús í Kaupmannahöfn þar sem rekið er fjölbreytt menningarstarf fyrir Íslendinga, verðum í beinni útsendingu með stuðningsmönnum Liverpool og Tottenham sem bíða úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu með eftirvæntingu og lítum við á flughátíð á Reykjavíkurflugvelli.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×