Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna af flugslysinu á Haukadalsflugvelli í gær. Ekkert bendir til þess að rekja megi tvö flugslys sem hafa orðið sama vellinum á fáum dögum til ástands flugvallarins að sögn rannsakanda sem rætt verður viðí kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Hann leggur áherslu á mikilvægi öryggismála í flugi en óvenju mörg flugslys hafa orðiðá landinu áþessu ári.

Rætt verður einnig við formann Fjölskylduhjálpar sem segir samtökin ekki fá nema um einn tíunda af þeim fjárframlögum sem hún þyrfti frá hinu opinbera. Hún sakar stjórnvöld um skeytingarleysi gagnvart málaflokknum. Fjallað verður áfram um mótmælin í Hong Kong og í Moskvu í fréttatímanum.

Þá segjum við fáþví að senn líður aðþví að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi og kynnum við okkur aðstæður í einu stærsta og fullkomnasta fjósi landsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×