Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sextán ára stúlka af Seltjarnarnesi sem segist hafa orðið fyrir áralangri vanrækslu af hálfu móður segir að umkvörtunum sínum hafi verið sópað undir teppið vegna pólitískrar stöðu móðurfjölskyldu hennar.  Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig segjum við frá nýrri heilbrigðisstefnu sem samþykkt var á Alþingi í dag en hún er sú fyrsta sem lítur dagsins ljós hér á landi.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við Skúla Mogensen, stofnanda WOW air, sem segist ekki útiloka að endurreisa flugfélagið. Fjallað verður um frumvarp til nýrra umferðarlaga sem gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára og segjum frá því að hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, allt að mánuði fyrr en venjulega.

Þetta og margt fleira í stútfullum fréttatíma á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×