Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segum við frá því að atkvæðagreiðsla um Þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi á morgun. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt en talsmaður Orkunnar okkar segir baráttunni ekki lokið þó svo verði.

Við segjum einnig frá því að átakið Á allra vörum hófst í dag en í ár verður kastljósinu beint að samtökunum „Eitt líf“ sem vinnur óhefðbundið forvarnarstarf í grunnskólum landsins. Starfsemin hófst eftir lát ungs drengs, Einars Darra í maí 2018, og byggir á því að fræða börn, ungmenni, foreldra þeirra og kennara um þá hættu sem fylgir neyslu vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja.

Við fylgjum einnig fellibylnum Dorian eftir og segjum frá skotárásinni í Texas.

Þá skoðum við niðurstöðu þingkosningar í Færeyjum og segjum frá því að rækjuvinnslunni á Hólmavík sé borgið.

Við hittum einnig tónlistargoðsögnina Ragga Bjarna, sem í kvöld mun kveðja stóra sviðið með söng sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×