Fótbolti

Tvö mörk og tíu gul spjöld í stórleik helgarinnar á Spáni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jesus Navas og Saul Niguez berjast um boltann í dag.
Jesus Navas og Saul Niguez berjast um boltann í dag. vísir/getty
Það var hart barist er Sevilla og Atletico Madrid skildu jöfn, 1-1, í toppbaráttuslag í spænska boltanum í dag.

Fyrsta markið kom á 37. mínútu er framherjinn Wissam Ben Yedder kom Sevilla yfir en sjö mínútum síðar jafnaði Frakkinn Antoine Griezmann.

Mörkin urðu ekki fleiri en afar hart var barist í síðari hálfleik. Dómari leiksins, Antonio Lahoz, þurftu að lyfta gula spjaldinu níu sinum í síðari hálfleik og tíu sinnum alls í leiknum.

Lokatölur urðu 1-1 en liðunum mistókst því að komast enn nær Barcelona á toppnum. Atletico er með 35 stig í öðru sætinu og Sevilla er í þriðja sætinu með 33 en Barcelona er á toppnum með 37 stig.

Barcelona leikur við Getafe síðar í kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×