Enski boltinn

BBC með sérstaka spurningakeppni fyrir leik Liverpool og Man. City: Hvor kostaði meira?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alisson þegar hann var kynntur sem nýr markvörður Liverpool.
Alisson þegar hann var kynntur sem nýr markvörður Liverpool. Vísir/Getty
Englandsmeistarar Manchester City taka á móti toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og það er enginn vafi í hugum margra að þetta sé einn af úrslitaleikjum tímabilsins.

Liverpool er með sjö stiga forystu á Manchester City og getur því náð tíu stiga forskoti á ríkjandi Englandsmeistara með sigri.

Bæði félögin hafa verið dugleg á leikmannamarkaðnum undanfarin ár og hafa þeir Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, og Jürgen Klopp, knattspyrnstjóri Liverpool, fengið pening til að byggja upp öflugt lið.





BBC er með sérstaka spurningakeppni fyrir leik Liverpool og Man. City þar sem lesendur BBC vefsins fá tækifæri til að svara hvort félagið hafi eytt meira í leikmenn í sömu stöðu.

Spurningalistinn byrjar á brasilísku markvörðunum Ederson og Alisson. Ederson varð Englandsmeistari á fyrsta tímabili með Manchester City og Alisson gæti endurtekið leikinn í vetur.







Hinir leikmennirnir í þessari „hver kostaði meira?“ spurningakeppni BBC eru:

John Stones eða Dejan Lovren?

Danilo eða Andrew Robertson?

Aymeric Laporte eða Virgil van Dijk?

Fabian Delph eða Joe Gomez?

Fernandinho eða Fabinho?

Kevin de Bruyne eða Naby Keita?

David Silva eða Adam Lallana?

Ilkay Gundogan eða Georginio Wijnaldum?

Leroy Sane eða Alex Oxlade-Chamberlain?

Raheem Sterling eða Sadio Mane?

Riyad Mahrez eða Mohamed Salah?

Sergio Aguero eða Roberto Firmino?

Nú er bara að spreyta sig en það gerir þú með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×