Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Þótt þriðji orkupakkinn hafi verið tekinn af dagskrá Alþingis í bili er ekki búið að höggva á hnút málþófsins og líklegt að það hefjist aftur þegar málið verður tekið fyrir á ný. Það gæti gerst strax á mánudag.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá verðum við í beinni útsendingu með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, en móðir hennar lagði í dag Tryggingastofnun ríkisins í máli sem tryggir ellilífeyrisþegum fimm milljarða króna endurgreiðslu vegna ólögmætrar bótaskerðingar.

Einnig verður fjallað um mál Íslendinganna tveggja sem voru dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl í Ástralíu. Framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Ástralíu en dómsmálaráðuneytinu hefur ekki borist beiðni um flutning þeirra til Íslands.

Þá verður rýnt í breytingar á fjármálastefnu ríkisins, rætt við lögreglu um svikasíður á netinu og við fylgjumst með loftbelg hefja sig til flugs yfir borginni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×