Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Svein Andra Sveinsson, annan skiptastjóra þrotabús WOW air, sem segir gífurlegan þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstarhluta félagsins, bæði frá leigusölum flugvélanna og þeim sem úthluta lendingarleyfum. Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air og nokkrir lykilstarfsmenn flugfélagsins hyggjast endurvekja reksturinn og eru sagðir leita fjármögnun upp á fjörutíu milljónir dala.

Við fjöllum einnig ítarlega um þriðja orkupakkann sem var tekinn til umræðu á Alþingi í dag eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, mælti fyrir þingsályktunartillögu sinni.

Við segjum frá þingkosningum sem fara fram í Ísrael á morgun, fjöllum alvarlega stöðu sem komin er upp í Líbíu og athugum hvort fjöldi farþega í strætó hafi aukist eftir að boðið var frítt í vagnanna vegna magns svifryks í borginni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18.30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×