Fótbolti

Elmar búinn að finna sér nýtt lið í Tyrklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elmar á blaðamannafundi með íslenska landsliðinu.
Elmar á blaðamannafundi með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Theódór Elmar Bjarnason hefur skrifað undir samning við Gazisehir í tyrknesku B-deildinni í knattspyrnu.

Elmar, eins og hann er oftast kallaður, hefur verið án félags síðan hann fékk samningi sínum við Elazigspor rift í nóvember. Þá hafði hann ekki fengið greidd laun í marga mánuði.

Einhverjar sögusagnir voru um að Elmar myndi snúa heim og leika með KR í Pepsi-deildinni næsta sumar en þessi 31 árs gamli miðjumaður hefur nú fundið sér nýtt lið.

Gazisehir er í þriðja sætinu í B-deildinni er hún er hálfnuð og er liðið fimm stigum á eftir öðru sætinu. Tvö efstu liðin fara beint upp í úrvalsdeildina en lið í sætum þrjú til sex fara í umspil.

Fyrsti leikur Elmars verður væntanlega þann 20. janúar er tyrkneski boltinn fer aftur af stað. Þá spila hans menn við Denizlispor á heimavelli en þeir eru í öðru sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×