Fótbolti

Áfram halda vandræði Real á Spáni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marcelo niðurlútur eftir jöfnunarmark Cazorla.
Marcelo niðurlútur eftir jöfnunarmark Cazorla. vísir/getty
Real Madrid heldur áfram að tapa stigum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Villareal.

Leikurinn var liður í 17. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar en var frestað fyrir jól þar sem Real var að spila á HM félagsliða þar sem liðið stóð uppi sem sigurvegari þriðja árið í röð.

Santi Cazorla kom Villareal yfr strax á fjórðu mínútu en Real var ekki lengi að svara því þremur mínútm síðar var Karim Benzema búinn að jafna metin.

Á tuttugustu mínútu var það svo franski heimsmeistarinn Raphael Varane sem kom Real yfir. Jöfnunarmarkið kom átta mínútum fyrir leikslok en það gerði Santi Cazorla með sínu öðru marki.

Lokatölur 2-2 og Real er í fjórða sætinu, sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Villareal er hins vegar í sautjánda sætinu með sextán stig og kom sér upp úr fallsæti með jafnteflinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×