Fótbolti

Theodór Elmar sagður skrifa undir í Tyrklandi í dag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Theodór Elmar Bjarnason fagnar marki með íslenska landsliðinu.
Theodór Elmar Bjarnason fagnar marki með íslenska landsliðinu. Vísir/Ernir
Theodór Elmar Bjarnason skrifar í dag undir eins og hálfs árs samning hjá Gazisehir Gaziantep í Tyrklandi samkvæmt heimildum vefsíðunnar 433.is.

Elmar hefur verið í viðræðum við félög síðan fyrir áramót eftir að hann yfirgaf tyrkneska liðið Elazigspor. Bæði lið spila í B-deildinni í Tyrklandi.

Elmar æfði með KR fyrir áramót og spilaði með þeim í Bose mótinu. Orðrómur fór af stað um að hann gæti snúið heim og spilað með vesturbæjarliðinu en nú virðist ljóst að hann verði áfram í atvinnumennskunni.

Elmar er 31 árs gamall og hefur verið í atvinnumennsku síðan 2005. Hann hefur spilað 41 A-landsleik fyrir Ísland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×