Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sex létust og sextán slösuðust í lestarslysi á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í morgun. Grunur leikur á að tengivagn hafi fokið af flutningalest og á farþegalest. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig verður rætt við forstöðumann hjá Vegagerðinni vegna banaslyssins við Núpsvötn í síðustu viku. Komið hefur í ljós að vegriðið yfir brúna uppfyllir ekki öryggiskröfur. Ákveðið hefur verið að lækka hámarkshraða yfir brúna til bráðabirgða og ráðast í allsherjar úttekt á öryggsmálum á brúm á þjóðvegum landsins.

Við förum einnig í Vaðlaheiðargöng þar sem gjaldskylda hófst í dag, skoðum aðstæður á Hellisheiði en holur í vegi valda því að það springur á bílum sem eiga leið yfir heiðina og svo skellum við okkur í salsa.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kl. 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×