Enski boltinn

Emery eftir að stuðningsmennirnir bauluðu á hann: „Ég skil þá“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery með stuðningsmennina á bakvið sig í leiknum í dag.
Emery með stuðningsmennina á bakvið sig í leiknum í dag. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, segir að hann þurfi að vinna sína vinnu en skildi það að stuðningsmennirnir hafi baulað á hann í dag.

Stuðningsmennirnir voru ekki sáttir eftir að Alexandre Lacazette, framherji Arsenal, var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleik eftir að hafa skorað eitt mark.

Í stað Lacazette var það miðjumaðurinn Aaron Ramsey sem kom inn en við það voru stuðningsmennirnir ekki sáttir. Allar líkur eru á því að Ramsey yfirgefi félagið næsta sumar er samningur hans við félagið rennur út.

„Ég skil stuðningsmennina. Taktískt héldum við á þessu augnabliki að við þyrftum að breyta jafnvæginu því Seri var að koma inn fyrir Fulham. Við vildum ekki að hann myndi fá tíma með boltann,“ sagði Emery.

„Aaron Ramsey gat gert það og hann hjálpaði okkur einnig í sóknarleiknum og skoraði. Þetta er ástæðan. Ég verð að vinna mína vinnu en stuðningsmennirnir hugsa stundum öðruvísi.“

„Lacazette gerði sitt. Hann skoraði og hjálpaði okkur. Hans frammistaða var mjög jákvæð.“

Viðtal við Emery:





Fleiri fréttir

Sjá meira


×