Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 rýnum við í áramótaávarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra sem segir tækifæri felast í komandi kjarasamningum og nýársávarp Guðna Th. Jóhannessonar sem segir ungdóm landsins eiga skilið tækifæri en Guðni gerði geð- og fíknivanda ungs fólks meðal annars að umræðuefni í ávarpi sínu í dag.

Áramótin fóru stórslysalaust fram og leituðu færri á bráðamóttöku Landspítalans í ár en í fyrra. Skotsvæðin á höfuðborgarsvæðinu voru vel nýtt og brennurnar vel sóttar. Loftgæði voru möluvert yfir heilsuverndarmörkum en þó ekki eins mikið og fyrir ári síðan.

Við heimsækjum fyrsta barn ársins á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, á Akranesi. Fyrsta barnið á árinu 2019 er stúlka sem var fimmtán merkur og heilsast henni og móður hennar vel.

Við kíkjum einnig á þá sem þreyttu gamlárshlaup í gær og þá sem fóru í nýárssjósund í morgun.

Þetta og fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis sem hefjast á slaginu klukkan 18:30 og eru í opinni dagskrá.

Klippa: Kvöldfréttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×