Enski boltinn

„Fyrsta snertingin hans er eins og hjá þriggja fóta fíl“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Iwobi í leiknum í dag.
Iwobi í leiknum í dag. vísir/getty
Arsenal vann öruggan 4-1 sigur á Fulham á heimavelli í dag en sigurinn var í raun aldrei í hættu. Heimamenn í Arsenal stigu á bensíngjöfina þegar þess þurfti og þar við sat.

Arsenal fékk skell gegn Liverpool í síðasta leik og því var þetta gott fyrir liðið að ná að koma til baka eftir skellinn fyrr í vikunni.

„Þetta var góð frammistaða frá liðinu og gott svar eftir tapið. Þeir fengu nokkur góð færi en við erum seigir,“ sagði Aleb Iwobi, sóknarmaður Arsenal, í leikslok.

„Við áttum að skora fleiri en fjögur mörk en það er nóg. Við tókum okkur saman eftir tapið gegn Liverpool og spiluðum í dag með sjálfstraust.“

„Við viljum að andstæðingar okkar séu hræddir við það að koma á Emirates og spila,“ sagði Iwobi að lokum en það eru ekki allir sem eru eins hrifnir af hæfileikum Iwobi.

Sjónvarpsmaðurinn og mikill Arsenal-maður, Piers Morgan, er yfirleitt virkur á samfélagsmiðlum er hans menn spila og í dag var engin undantekning á.

„Ég elska hæfileikana, styrkinn og orkuna í Iwobi en fyrsta snertingin hans er eins og á þriggja fóta fíl,“ skrifaði Morgan á Twitter. Kemur oftast til dyranna eins og hann er klæddur sjónvarpsmaðurinn skrautlegi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×