Enski boltinn

„Slakasta frammistaða Everton á leiktíðinni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vonbrigði Gylfa leyndu sér ekki í dag.
Vonbrigði Gylfa leyndu sér ekki í dag. vísir/getty
Leon Osman, fyrrum miðjumaður Everton til margra ára, var ekki sáttur með leik Everton gegn Leicester á Goodison fyrr í dag.

Everton var langt frá sínu besta en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar náðu sér ekki á strik. Tíðindalítill leikur endaði með 1-0 tapi á heimavelli.

„Það er púað á Goodison og það er ekki bara útaf úrslitunum heldur einnig útaf frammistöðu,“ sagði fyrrum fyrirliðinn á BBC Radio 5 þar sem hann lýsti leiknum.

„Leicester tók forystuna og þeir voru ekki heldur að spila sinn besta bolta. Miðjan og vörnin hjá Leicester var frábær og þegar þú gefur Vardy þetta tækifæri þá tekur hann það.“

„Þeir komu með það plan að verjast djúpt og fara burt með stigin þrjú. Þetta var líklega slakasta frammistaða Everton á leiktíðinni,“ sagði Osman.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×