Enski boltinn

Bayern vill Odoi en Chelsea setur verðmiðann í 40 milljónir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Odoi í leik gegn PAOK í Evrópudeildinni fyrr á þessari leiktíð.
Odoi í leik gegn PAOK í Evrópudeildinni fyrr á þessari leiktíð. vísir/getty
Chelsea hefur hafnað tilboði þýsku meistaranna í Bayern Munchen í Callum Hudson-Odoi en Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu.

Chelsea neitaði tilboði frá Bayern upp á tuttugu milljónir punda en talið er að Chelsea vilji fá 40 milljónir punda fyrir enska unglingalandsliðsmanninn.

Hudson-Odoi er sagður efsti maðurinn á óskalista Bæjara en hann er ekki bara á óskalista Bayern því grannarnir í Dortmund eru einnig áhugasamir um framtíð Hudson-Odoi.

Samningur hans við Chelsea rennur út sumarið 2020 en hann gekk í raðir félagsins átta ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar fyrir ári síðan.

Hann spilaði stóra rullu er enska U17 ára landsliðið stó uppi sem sigurvegari á HM fyrir tveimur árum síðan en hann lagði upp  þrjú mörk í 5-2 sigri á Spáni í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×