Enski boltinn

Pogba: Endurkoman góð en úrslitin vonbrigði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba skorar úr vítinu í kvöld.
Pogba skorar úr vítinu í kvöld. vísir/getty
„Við verðum að læra af mistökum okkur og byrja næsta leik öðruvísi,“ voru fyrstu viðbrögð Paul Pogba eftir að Manchester United gerði 2-2 jafntefli við Burnley á heimavelli í kvöld.

Burnley komst í 2-0 en með góðum lokakafla náði United að bjarga stigi en þetta eru fyrstu stigin sem United tapar frá því að Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu.

„Eins og stjórinn sagði þá verðum við að byrja leikinn betur og vera árasargjarnir því þeir voru þannig í fyrri hálfleiknum.“

„Við spiluðum eins og við vorum að vinna 1-0 eða 2-0 og það er það sem fór úrskeiðis. Endurkoman var góð en úrslitin eru vonbrigði.“

„Viðbrögðin voru góð og við töpuðum ekki en við töpuðum tveimur stigum sem við hefðum getað unnið,“ sagði franski heimsmeistarinn að lokum en hann skoraði fyrra mark United í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×