Fótbolti

Paredes til PSG

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paredes í leik með Zenit.
Paredes í leik með Zenit. vísir/getty
Franska stórliðið PSG staðfesti í morgun að félagið væri loksins búið að klófesta argentínska miðjumanninn Leandro Paredes.

Paredes skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við franska félagið. Hann er sagður hafa kostað tæpar 50 milljónir evra.

Thomas Tuchel, þjálfari liðsins, hefur verið í mikilli miðjumannaleit og gleðst yfir því að hafa fengið sinn mann en það gekk þó ekki þrautalaust að landa Argentínumanninum.

Paredes er 24 ára gamall og er alinn upp hjá Bova Juniors. Hann hefur áður spilað með Chievo, Roma og Empoli. Hann fór svo til Zenit árið 2017.

Hann þótti ekki nógu góður í argentínska hópinn fyrir HM síðasta sumar en var þó í 35 manna hópnum. Paredes hefur spilað níu landsleiki fyrir Argentíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×