Enski boltinn

Bendir á gott dæmi um góða leikstjórn Ole Gunnar Solskjær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær segir Ashley Young að færa sig ofar á völlinn.
Ole Gunnar Solskjær segir Ashley Young að færa sig ofar á völlinn. Getty/Tom Purslow
Sumir hafa enn efasemdir um Ole Gunnar Solskjær sem framtíðarknattspyrnustjóra Manchester United þrátt fyrir átta sigra í fyrstu átta leikjunum.

JJ Bull skrifar um fótbolta fyrir Telegraph og hann er ekki einn þeirra. Hann hefur séð dæmi sem sýni honum að Solsjær sé góður kostur fyrir framtíð Manchester United.

Í vefþætti um Manchester United á Telegraph þá sagði JJ Bull frá því sem hann tók eftir í sigurleik Manchester United á Arsenal. Hann segist þá hafa séð gott dæmi um góða leikstjórn Norðmannsins.

Alex Iwobi byrjaði leikinn mjög vel á vinstri vængnum hjá Arsenal og var duglegur að koma sér inn í svæði til að sækja á Manchester United vörnina.

JJ Bull segir að Ole Gunnar Solskjær hafi verið fljótur að bregðast við þessu og það sást vel í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum þegar hann kallaði Ashley Young til sín.

Solskjær færði Ashley Young ofar á völlinn og eftir það gekk United-liðinu mjög vel að loka á Alex Iwobi. Hér fyrir neðan má heyra þegar JJ Bull talar um góða leikstjórn og leiklestur Norðmannsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×