Enski boltinn

Lundúnalögreglan hefur ekki séð svona ljótt ofbeldi í langan tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lögreglumaður með hund á The Den á laugardaginn.
Lögreglumaður með hund á The Den á laugardaginn. Getty/Justin Setterfield
Það varð allt vitlaust á milli stuðningsmanna Milwall og Everton fyrir bikarleik félaganna um helgina þar sem C-deildarfélagið sló óvænt út Gylfa Þór Sigurðsson og félaga hans.

Lundúnalögreglan segist ekki hafa séð svona ljótt ofbeldi á milli stuðningsmannasveit í langan tíma en BBC segir frá.

Enska fótboltanum hefur gengið vel að úthýsa fótboltabullum og ofbeldi frá leikjum í enska bolanum undanfarna áratugi og vandamál helgarinnar eru því mikil áfall.





Einn stuðningsmanna var skorinn illa niður eftir öllu andlitinu með hnífi og mun bera þess merki alla sína ævi. Stuðningsmenn Millwall skemmdu líka rútur sem höfðu flutt stuðningsfólk Everton suður til London og þá slasaðist einnig lögreglumaður.

Lögreglan hefur enn ekki handtekið neinn vegna málsins. Átökin hófust á Hawkstone Road sem er í nágrenni The Den, heimavallar Millwall liðsins. Hér fyrir neðan má sjá myndband af átökunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×