Enski boltinn

Pochettino: Menn verða bara montnir af því að vinna titla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þau voru þung skrefin hjá Pochettino eftir tapið í gær.
Þau voru þung skrefin hjá Pochettino eftir tapið í gær. vísir/getty
Erfiðri viku lauk hjá Tottenham í gær er félagið féll úr leik í ensku bikarkeppninni. Spurs féll því úr báðum bikarkeppnunum á Englandi á fjórum dögum.

Mauricio Pochettino, stjóri Spurs, reyndi að standa í lappirnar eftir tapið gegn Palace í gær og neitar að viðurkenna að einn titill muni koma Spurs á næsta stig.

„Aftur byrjar umræðan um hvort einn titill muni koma okkur á næsta stig. Ég er ekki sammála því. Menn verða bara montnir af því að vinna titla. Það mikilvægasta fyrir Tottenham er að ná einu af fjórum efstu sætunum í deildinni,“ sagði Pochettino.

„Það er þó engu logið um að þetta er búið að vera erfitt tímabil. Ég sagði ykkur fjölmiðlamönnum að þetta yrði mikil áskorun fyrir okkur. Auðvitað er svekkjandi að falla úr báðum keppnum en við verðum að reyna að vera jákvæðir enda í baráttu í ensku deildinni og Meistaradeildinni. Við verðum að vera sterkir.

„Ég veit að fólk óskar sér þess að við vinnum titil en við erum samt að standa okkur mjög vel. Að vinna bikartitil á Englandi snýst mikið um heppni. Ekki bara gæði liðsins.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×