Fótbolti

Sjöundi sigur Bayern Munchen í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bæjarar að nálgast fyrrum styrk?
Bæjarar að nálgast fyrrum styrk? vísir/getty
Þýska stórveldið Bayern Munchen er svo sannarlega farið að láta að sér kveða í þýsku Bundesligunni í fótbolta eftir að hafa átt í erfiðleikum á fyrri hluta tímabilsins.

Liðið hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð og reyndist Stuttgart ekki mikil fyrirstaða þegar liðin áttust við á Allianz leikvangnum í Munchen í dag.

Thiago Alcantara kom Bæjurum á bragðið snemma leiks en Anastasios Donis jafnaði metin fyrir hlé og staðan í leikhléi því jöfn, 1-1.

Bæjarar voru hins vegar miklu betri aðilinn í leiknum og nýttu yfirburði sína til að skora þrjú mörk í síðari hálfleik. Fyrsta markið var sjálfsmark Christian Gentner en svo bættu þeir Leon Goretzka og Robert Lewandowski við einu marki hvor. Lokatölur 4-1 fyrir Bayern sem er engu að síður sex stigum á eftir toppliði Borussia Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×