Fótbolti

Tap gegn Arsenal í fyrsta leik Rakelar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rakel Hönnudóttir
Rakel Hönnudóttir mynd/heimasíða reading
Íslenska landsliðskonan Rakel Hönnudóttir hóf leik á varamannabekk Reading þegar liðið fékk Arsenal í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en Rakel gekk til liðs við Reading í vikunni.

Hún kom inn af bekknum á 85.mínútu en þá voru úrslit leiksins nánast ráðin þar sem Arsenal var komið í 0-2 forystu. Arsenal bætti svo við einu marki eftir að Rakel var komin inná. Lokatölur 0-3.

Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema kom Arsenal yfir snemma leiks og skoska landsliðskonan Kim Little innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 80.mínútu. Katie McCabe gulltryggði svo sigurinn með marki í uppbótartíma.

Reading er í 5.sæti deildarinnar, 13 stigum á eftir toppliði Manchester City en ellefu lið leika í ensku úrvalsdeildinni í kvennaboltanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×