Enski boltinn

Þjálfarinn bað Jóa Berg um hjálpa til við að stilla upp byrjunarliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Burnley.
Jóhann Berg í leik með Burnley.
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson lenti í athyglisverðu atviki er hann spilaði með Charlton tímabilið 2015 til 2016 en þar bað þjálfari liðsins hann um hjálp.

Belgíski þjálfarinn, Karel Fraeye, tók við Charlton tímabundið í októbér 2015 en þremur mánuðum síðar var hann farinn. Búið var að reka hann eftir einungis þrjá mánuði.

Í hlaðvarpsþættinum 90 mínútur, sem Hörður Snævar Jónsson stýrir á 433.is, segir Jóhann Berg frá athyglisverðu atviki sem gerðist er Jóhann spilaði undir stjórn Karel hjá Charlton.

„Hann fær tvo mánuði. Hann tók mig á fund til sín og spurði mig hvar ég vildi spila og hvernig ég myndi stilla upp liðinu,“ sagði Jóhann í þættinum og bætti svo við:

„Þá hugsaði ég bara: Ef þú ert að spyrja mig að þessu þá er eitthvað rangt. Þá veistu ekki alveg hvað þú vilt gera.“

„Þú veist að þú átt ekki að vera maðurinn sem ræður því. Hann sagði við mig að hans markmið væri að koma mér í úrvalsdeildina. Hann hafði bullandi trú á mér.“

„Hann var fínn gæi en ekki alveg tilbúinn í þetta starf. Hann fékk einhverja leiki og ég held að við höfum tapað þeim öllum.“

„Þeir voru búnir að gefa honum langtímasamning en því stuðningsmenn voru svo brjálaðir þá kölluðu þeir hann alltaf “caretaker manager". Þeir þorðu ekki að tilkynna það því þeir voru að bíða eftir þessum sigri sem kom aldrei.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×