Enski boltinn

Dramatík í mikilvægum sigri Leeds

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mateusz fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Mateusz fagnar sigurmarkinu í kvöld. vísr/getty
Leeds heldur áfram toppsætinu í ensku B-deildinni eftir að liðið vann dramatískan 2-1 sigur á Rotherham á útivelli í dag.

Semi Ajayi kom Rotherham yfir á 29. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik en á sjöttu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Mateusz Klich metin.

Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom sigurmarkið en þá var Mateusz Klich aftur á ferðinni og tryggði þar með Leeds mikilvægan sigur.

Leeds er á toppnum með 57 stig, þremur stigum á undan Norwich, sem gerði 2-2 jafntefli við Sheffield United í dag. Jöfnunarmark Sheffield kom tíu mínútum fyrir leikslok.

Það var enginn Birkir Bjarnason í leikmannahóp Aston Villa sem vann 2-1 sigur á Ipswich á heimavelli. Tammy Abraham gerði bæði mörk Villa sem er í tíunda sætinu, fjórum stigum frá umspili.

Úrslit dagsins:

Aston Villa - Ipswich 2-1

Blackburn - Hull 3-0

Norwich - Sheffield 2-2

Nottingham Forest - Wigan Athletic 3-1

Rotherham - Leeds 1-2

Stoke - Preston 0-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×