Fótbolti

Rakel semur við Reading: Fær mikið lof frá þjálfaranum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rakal er orðin lekmaður Reading í Englandi.
Rakal er orðin lekmaður Reading í Englandi. mynd/heimasíða reading
Rakel Hönnudóttir er búin að finna sér nýtt lið en hún hefur skrifað undir samning við Reading í Englandi en þetta var tilkynnt í gær.

Rakel lék í Svíþjóð á síðustu leiktíð með Limhamn Bunkeflo þar sem hún skoraði átta mörk í átján leikjum. Hún ákvað að færa sig um set eftir tímabilið.

Landsliðskonan byrjaði sinn feril hjá Þór/KA en hún hefur einnig leikið með Breiðablik hér á landi.

„Rakel er leikmaður sem við höfum verið að skoða í smá tíma og við erum ánægð með að ná að landa samningi við hana. Hún er með mikla orku, sterk og með mjög gott auga fyrir að klára færin sín,“ sagði þjálfari Reading, Kelly Chambers.

„Hún er með mikla alþjóðareynslu og ég held að hún komi til með að bæta hópinn. Mig hlakkar til að vinna með henni síðari hluta tímabilsins,“ bætti Kelly við.

Rakel mun verða í treyju númer fimmtán og getur leikið sinn fyrsta leik á sunnudaginn er Reading spilar við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en Reading er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×