B-deildarliðið Millwall sló út Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í kvöld. vísir/getty
Everton er úr leik í enska bikarnum eftir 3-2 tap gegn B-deildarliðinu Millwall en sigurmarkið skoraði Murray Wallace á fimmtu mínútu uppbótartíma.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en fyrsta markið kom á 43. mínútu er skot Richarlison, sem virtist máttlaus, endaði í netinu en Jordan Archer, markvörður Millwall, réði ekki við boltann í bleytunni.

Tveimur mínútum síðar var staðan orðinn jöfn 1-1. Lee Gregory kom þá boltanum í netið eftir hornspyrnu en vandræði Everton í föstum leikatriðum halda áfram. 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja.

Varamaðurinn Cenk Tosun kom Everton yfir á 72. mínútu. Eftir sendingu Gylfa Sigurðsson slapp Tyrkinn einn gegn Jordan Archer og kláraði færið afar vel.

Það liðu þó ekki nema 147 sekúndur á milli markins hjá Tosun og þangað til að Jake Cooper jafnaði fyrir Millwall en boltin virtist fara í hönd Cooper og inn. Leikmenn Everton voru brjálaðir en dómarinn Michael Oliver lét sér fátt um finnast.

Fjörinu var ekki lokið því það voru heimamenn í Millwall sem skoruðu sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Eftir aukaspyrna utan af kanti barst boltinn á Murray Wallace sem skoraði sigurmarkið. Enn eitt fasta leikatriðið sem kostar Everton.

Millwall er því komið áfram í 16-liða úrslit enska bikarsins en Everton er úr leik í enska bikarnum. Stefnir í vonbrigða tímabil hjá Everton því liðið er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira