Man City lék sér að Burnley og skoraði fimm

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Algjörir yfirburðir
Algjörir yfirburðir vísir/getty
Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum einustu vandræðum með Burnley í 32-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á Etihad leikvangnum í dag. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi gestanna.

Sean Dyche, stjóri Burnley, pakkaði í vörn en þrátt fyrir það voru hans menn aldrei nálægt því að standast meisturunum snúning. 

Heimamenn höfðu mikla yfirburði frá upphafi leiks en skoruðu þó aðeins eitt mark í fyrri hálfleik. Það gerði Gabriel Jesus.

Í síðari hálfleik rigndi svo mörkum í öllum regnbogans litum og fór að lokum svo að Man City vann 5-0 sigur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira