Enski boltinn

Fara yfir merka bikarsögu Man United og Arsenal í skemmtilegu myndbandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs fagnar undramarki sínu frá 1999.
Ryan Giggs fagnar undramarki sínu frá 1999. Getty/ Matthew Peters
Margir bíða spenntir eftir leik kvöldsins í ensku bikarkeppninni en 32 liða úrslit keppninnar fara þá af stað með stórleik á Emirates leikvanginum í London.

Arsenal tekur þá á móti Manchester United en gestirnir í United liðinu hafa unnið alla sjö leiki sína síðan að Ole Gunnar Solskjær settist í knattspyrnustjórastólinn á Old Trafford.

BBC hefur verið hita upp fyrir leikinn eins og aðrir enskir fjölmiðlar. Þar á bæ var sett saman skemmtilegt myndband með stóru stundunum í bikarsögu Man United og Arsenal.





Þar má meðal annars sjá undramark Ryan Giggs í undanúrslitaleiknum á 1998-99 tímabilinu, sigurspyrnu Patrick Vieira í vítakeppninni í úrslitaleiknum 2005, sigurmark Paul Scholes í bikarkeppninni 2003-04, sigurmark Danny Welback fyrir Arsenal á móti sínum gömlu félögum 2015 og þegar Ryan Giggs klúðraði fyrir framan opnu marki í fimmtu umferðinni 2003 en Arsenal vann þann leik 2-0 og seinna bikarinn eftir sigur á Southampton í úrslitaleik.

Það eru líka fleiri eftirminnileg móment og þetta myndband sýnir vel hversu oft þessi lið hafa mæst í enska bikarnum á síðustu tveimur áratugum.

Það má enginn missa af marki eða fögnuðu Ryan Giggs frá 1999 en Manchester United endaði á að vinna þrennuna það ár. Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar skoraði Ole Gunnar Solskjær sigurmarkið en hann er einmitt knattspyrnustjóri United í dag.

Myndbandið er aðgengilegt hér.

Leikur Arsenal og Manchester United hefst klukkan 19.55 í kvöld og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×