Fótbolti

Real kom sér í góða stöðu gegn Girona með góðum lokamínútum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramos gerði tvö mörk í kvöld.
Ramos gerði tvö mörk í kvöld. vísir/epa
Real Madrid vann 4-2 sigur á Girona á heimavelli í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska konungsbikarsins.

Gestirnir komust yfir á sjöundu mínútu er Anthony Lozano en ellefu mínútum síðar var staðan orðinn jöfn er Lucas Vasquez jafnaði metin.

Sergio Ramos kom svo Real yfir úr vítaspyrnu á 42. mínútu en önnur vítaspyrna var dæmd í síðari hálfleik og sú var fyri Girona. Á punktinn steig Alex Granell og jafnaði metin.

Sigurmarkið kom þrettán mínútum fyrir leikslok en þá skoraði Sergio Ramos annað mark sitt og þriðja mark Real í leiknum.

Madrídingar voru ekki hættir því tíu mínútum fyrir leikslok skoraði Karim Benzema fjórða mark Real og kom þeim í vænlega stöðu fyrir síðari leikinn.

Liðin mætast að viku liðinni í Girona í síðari leik átta liða úrslitanna en Real komið í vænlega stöðu.

Staðan eftir fyrri leikina í átta liða úrslitunum:

Getafe - Valencia 1-0

Sevilla - Barcelona 2-0

Espanyol - Real Betis 1-0

Real Madrid - Girona 4-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×