Enski boltinn

Perri til Palace

Anton Ingi Leifsson skrifar
Perri er kominn í ensku úrvalsdeildina.
Perri er kominn í ensku úrvalsdeildina. vísir/getty
Brasilíski markvörðurinn Lucas Perri hefur verið lánaður til Crystal Palace út leiktíðina en þetta staðfesti félagið í gær.

Þessi 21 ára gamli markvörður kemur frá Sao Paolo en þar hefur hann komið í gegnum unglingastarf félagsins. Einnig spilar hann með U20 ára landsliði Brasilíu.

„Þetta er frábær tilfinning og ég er mjög ánægður með að ganga í raðir félagsins. Þetta kom upp fyrir tveimur mánuðum sá möguleiki að ganga í raðir Palace,“ sagði Perri í samtali við heimasíðu félagsins.

„Síðan þá hef ég verið óþreyjufullur að komast hingað því það sem er það sem ég vil. Þetta er stórt og er mjög mikilvægt fyrir mig. Þetta er tækifæri lífs míns.“

Vicente Guaita gekk í raðir Palace í sumar en hann er á meiðslalistanum sem og annar markvörður liðsins Wayne Hennessey. Julian Speroni var því í markinu gegn Liverpool á dögunum og gerði hörmuleg mistök í þriðja marki Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×