Enski boltinn

Arsenal leitar að eftirmanni Cech: Markvörður Juventus ofarlega á lista

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Audero á leið til Englands?
Er Audero á leið til Englands? vísir/getty
Arsenal hefur áhuga á að klófesta markvörðinn Emil Audero sem er nú á mála hjá Sampdoria en þetta hefur fréttastofa Sky á Ítalíu eftir heimildum sínum.

Þessi 22 ára gamli markvörður er á láni frá Juventus hjá Sampdoria og hefur leikið 21 leik fyrir Sampdoria sem er í áttunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Petr Cech ákvað fyrr í mánuðinum að segja þetta gott og mun hann leggja hanskana á hilluna í lok leiktíðarinnar eftir fimmtán tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Cech kom frá Chelsea sumarið 2015 og hefur verið aðalmarkvörður Arsenal allt þangað til í sumar er Bernd Leno var fenginn í markið. Sá þýski hefur verið í markinu í flestum leikjunum það sem af er tímabili.

Audero kom í gegnum unglingastarf Juventus en hefur einungis leikið einn leik fyrir aðallið félagsins. Hann hefur einnig leikið fyrir yngri landslið Ítalíu og þar á meðal níu fyrir U21 ára landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×