Enski boltinn

Obi Mikel mættur aftur í enska boltann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Obi Mikel eltir Rúrik Gíslason á HM síðasta sumar.
Obi Mikel eltir Rúrik Gíslason á HM síðasta sumar. vísir/getty
Miðjumaðurinn John Obi Mikel, fyrrum leikmaður Chelsea, er kominn aftur í enska boltann en hann hefur samið við Middlesbrough.

Samningur Obi Mikel við félagið er til loka tímabilsins. Hann kemur til Boto frá Tianjin Teda í Kína þar sem hann hefur verið að safna peningum.

Obi Mikel er enn aðeins 31 árs gamall. Hann spilaði 249 leiki fyrir Chelsea á ellefu árum og var í liði félagsins sem vann Meistaradeildina árið 2012. Hann vann ensku deildina tvisvar með Chelsea, enska bikarinn þrisvar og Evrópudeildina einu sinni.

Mikel hefur þess utan spilað 85 landsleiki fyrir Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×