Enski boltinn

Klopp farinn heim í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp er ekki að stressa sig yfir því að félagsskiptaglugginn lokar í dag.
Jürgen Klopp er ekki að stressa sig yfir því að félagsskiptaglugginn lokar í dag. Getty/Mark Robinson
Liverpool verður rólegt á lokadegi félagsskiptagluggans og knattspyrnustjórinn er ekki mikið að stressa sig á hlutunum á degi þegar margir knattspyrnustjórar eru á milljón.

Sky Sports segir frá því að Jürgen Klopp sé farinn heim í dag. Það er því ekki von á neinum fréttum á síðustu klukkutímunum frá Anfield.

„Jürgen Klopp var að yfirgefa svæðið og kemur ekki aftur til vinnu í dag. Daniel Sturridge rennur út á samningi í sumar en þar mun ekkert gerast fyrr en í næsta glugga,“ sagði Vinny O'Connor heimildarmaður Sky Sports í Liverpool.

„Liverpool gekk frá sínum málum snemma í glugganum og framlengdi samninga sína við menn eins og þá Robertson og Alexander-Arnold,“ sagði O'Connor.

„Við héldum að það væri mögulega einhverjir leikmenn á förum frá félaginu en það gerist ekkert í þeim málum. Klopp sagði sjálfur að það hefði þurft að vera alveg kjörið tækifæri til að eitthvað gerðist þar og ekkert slíkt er í spilunum,“ sagði O'Connor.

Hér fyrir neðan fer Jürgen Klopp yfir jafntefli á móti Leicester í gær.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×