Fótbolti

Börsungar burstuðu Sevilla og eru komnir í undanúrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi, Roberto og Coutinho fagna í kvöld.
Messi, Roberto og Coutinho fagna í kvöld. vísir/getty
Barcelona gerði sér lítið fyrir og skellti Sevilla 6-1 í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum spænska konungsbikarsins er liðin mættust á Camp Nou í kvöld.

Þrettán mínútur voru liðnar er Philippe Coutinho kom Börsungum yfir úr vítaspyrnu en stundarfjórðungi síðar fengu gestirnir vítaspyrnu. Ever Banega fór á vítapunktinn en klúðraði.

Það þýttu Börsungar sér og Ivan Rakitic bætti við marki fyrir hlé. Í síðari hálfleik bættu Philippe Coutinho og Sergio Roberto við sitt hvoru markinu áður en Guilherme Arana klóraði í bakkann fyrir Sevilla.

Heimamenn voru ekki hættir því Luis Suarez og Lionel Messi bættu við sitt hvoru markinu áður en yfir lauk og lokatölur 6-1 sigur Börsunga og samanlagt 6-3 í leikjunum tveimur.

Börsungar eru því komnir í undanúrslitin ásamt Valencia og Real Betis en á morgun skýrist hvort það verður Girona eða Real Madrid sem verður síðasta liðið í undanúrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×