Enski boltinn

Sjáðu mörkin á Anfield, skellinn hjá Chelsea og sigurmark Llorente

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maguire var á skotskónum í gærkvöldi.
Maguire var á skotskónum í gærkvöldi. vísir/getty
Liverpool er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, Tottenham heldur sér á lífi í toppbaráttunni og Chelsea fékk skell gegn Bournemouth á suðurströndinni.

Þetta voru á meðal úrslitanna í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi er 24. umferðin kláraðist. Það þýðir að fjórtán umferðir eru eftir af deildinni og það eru þeir rauðklæddu frá Liverpool sem leiða.

Liverpool gat náð sjö stiga forskoti í gærkvöldi eftir tap Manchester City á þriðjudagskvöldið en Liverpool náði einungis jafntefli, 1-1, gegn Leicester í kvöld.

Chelsea fékk skell á útivelli gegn Bournemouth, 4-0, og er áfram í fjórða sætinu og í baráttunni um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð en þar berst liðið meðal annars við Arsenal og Manchester United.

Tottenham er sjö stigum frá toppnum en er áfram tveimur stigum á eftir Manchester City í öðru sætinu eftir sigurmark Fernando Llorente er hann tryggði Tottenham sigur gegn Watford, 2-1, með laglegu skallamarki.

Í fjórða og síðasta leik gærkvöldsins gerðu svo Southampton og Crystal Palace jafntefli, 1-1, en hér að neðan má sjá öll mörk gærkvöldsins.

Bournemouth - Chelsea 4-0:
Klippa: FT Bournemouth 4 - 0 Chelsea
Southampton - Crystal Palace 1-1:
Klippa: FT Southampton 1 - 1 Crystal Palace
Liverpool - Leicester 1-1:
Klippa: FT Liverpool 1 - 1 Leicester
Tottenham - Watford 2-1:
Klippa: FT Tottenham 2 - 1 Watford



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×