Enski boltinn

Mo Sala getur jafnað afrek Luis Suarez í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah mætir í leik á Anfield.
Mohamed Salah mætir í leik á Anfield. Getty/John Powell
Mohamed Salah mun jafna afrek Luis Suarez takist honum að skora á móti Leicester City á Anfield í kvöld.

Liverpool treystir örugglega á það að fá mark frá Mohamed Salah í leiknum en með sigri nær Liverpool sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Skori Mohamed Salah í kvöld verður hann fyrsti leikmaður Liverpool síðan Luis Suarez til að skora tuttugu mörk á tveimur tímabilum í röð.





Luis Suarez skoraði 30 mörk í öllum keppnum tímabilin 2012-13 og 2013-14. Hann var með yfir tuttugu deildarmörk á báðum þessum tímabilum.

Luis Suarez skoraði 4 mörk (í 13 leikjum 2010-11) og 17 mörk á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Liverpool en varð síðan óstöðvandi á tímabilum númer þrjú og fjögur.

Salah fór aftur á móti á flug á sínu fyrsta tímabili á Anfield og hefur ekki litið til baka síðan.

Mohamed Salah vantar tvö mörk í það að skora sitt fimmtugasta fyrir Liverpool og því getur hann náð í aðeins sínum sextugasta leik.

Mohamed Salah hefur skorað þrjú mörk í þremur leikjum á móti Leicester City sem leikmaður Liverpool.

Leikur Liverpool og Leicester City hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×