Enski boltinn

Leicester hefur ekki unnið topplið deildarinnar í næstum því tuttugu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Vardy skorar á móti Liverpool.
Jamie Vardy skorar á móti Liverpool. Getty/Andrew Powell
Það er margt með því að Leicester City fari tómhent heim frá Anfield í kvöld þegar Liverpool færi tækifæri til að ná sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool fékk hjálp frá Newcastle í gærkvöldi og getur stigið stórt skref í átta að fyrsta enska meistaratitlinum sínum frá 1990 með sigri á heimavelli sínum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.





Sky Sports skoðaði aðeins fyrirboða tengda leikjum liðanna upp á síðkastið sem og innbyrðis leikjum liðanna síðustu ár.

Lið Leicester City hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum útileikjum sínum á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Leicester vann síðast á Anfield í maí 2000 en Tony Cottee og Phil Gilchrist tryggðu liðinu þá 2-0 sigur.

Liverpool hefur ekki tapað í nítján síðustu leikjum sínum í miðri viku (þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur), unnið þrettán og gert sex jafntefli. Síðasta tapið kom á móti Fulham í maí 2012.

Liverpool er taplaust í síðustu 32 heimaleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni (23 sigrar og 9 jafntefli) sem er lengsta taplausa hrina í deildinni síðan að Manchester City tapaði ekki í 37 heimaleikjum í röð frá desember 2010 til desember 2012.





Liverpool getur í kvöld unnið sinn áttunda heimaleik í röð í ensku úrvalsdeildinni og því hefur liðið ekki náð síðan í mars 2010.

Leicester hefur tapað ellefu leikjum í röð á móti efsta liða deildarinnar. Þeir unnu síðasta topplið deildarinnar 31. janúar 1998 þegar liðið vann 1-0 á Manchester United á Old Trafford. Tony Cottee skoraði eina mark leiksins.

Leikmenn Liverpool hafa örugglega mörg augu á Jamie Vardy í kvöld en hann hefur reynst liðinu erfiður síðustu ár. Jamie Vardy hefur skorað 7 mörk í síðustu 8 leikjum sínum á móti Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×