Chelsea fékk skell gegn Bournemouth

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joshua King skorar í kvöld.
Joshua King skorar í kvöld. vísir/getty
Chelsea fékk skell í kvöld er liðið heimsótti Bournemouth á Vitality-leikvanginn á suðurströndinni í kvöld en lokatölur 4-0 sigur Bournemouth.

Gonzalo Higuain var í fyrsta skipti í byrjunarliði Chelsea í deildarleik en hann spilaði bikarleik gegn Sheffield Wednesday á sunnudaginn. Það gekk lítið hjá Higuain í kvöld eins og öllu Chelsea liðinu.

Markalaust var í hálfleik en á annarri mínútu síðari hálfleiks var það Norðmaðurinn Joshua King sem kom heimamönnum í Bournemouth yfir eftir undirbúning hins unga David Brooks.

Á 63. mínútu varð staðan 2-0. Þá snérist það við; Joshua King kom boltanum á Dave Brooks sem kom boltanum framhjá varnarlausum Kepa í marki Chelsea.

Norðmaðurinn var ekki hættur en hann skoraði þriðja mark Bournemouth stundarfjórðungi fyrir leikslok og áður en leiknum lauk bætti Charlie Daniels við einu marki. Lokatölur 4-0 frábær sigur Bournemouth í kvöld en áhyggjuefni fyrir Chelsea.

Chelsea er áfram í fjórða sætinu með 47 stig, jafn mörg stig og Arsenal sem er í fimmta sætinu, en United er í sjötta sætinu með 45 stig. Bournemouth er í tíunda sætinu.

Southampton og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Wilfried Zaha kom Palace yfir á 41. mínútu en James Ward Prowse jafnaði metin þrettán mínútum fyri leikslok og þar við sat.

Zaha skoraði ekki bara í kvöld heldur fékk einnig rautt spjald er hann fékk tvö gul spjöld á sömu mínútunni en Palace er í fimmtánda sætinu. Southampton er sæti neðar en bæði lið eru með 23 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira