Enski boltinn

Gylfi kom 55 sinnum við boltann í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Ben Early
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton unnu nauðsynlegan sigur í ensku úrvalsdeildionni í gærkvöldi þrátt fyrir að spila manni færri síðustu 25 mínútur leiksins.

Everton vann þá 1-0 útisigur á Huddersfield Town en liðið hafði dottið út fyrir C-deildarliði Millwall um síðustu helgi og hafði fyrir þennan leik aðeins unnið tvo af síðustu tíu deildar leikjum sínum.





Brasilíumaðurinn Richarlison skoraði sigurmarkið strax á 3. mínútu en hann og Gylfi hafa eru því báðir markahæstu leikmenn liðsins á tímabilinu með tíu mörk hvor í öllum keppnum.

Gylfi tókst ekki að skora eða gefa stoðsendingu en honum gekk aftur á móti miklu betur að koma sér í boltann sem hafði verið vandamál hjá honum í leikjunum á undan.

Gylfi komst 35 sinnum í boltann í fyrri hálfleiknum og fékk hann alls 55 sinnum í leiknum þar sem hann spilaði allar 90 mínúturnar.



Klippa: FT Huddersfield 0 - 1 Everton


Gylfi reyndi þrjú skot og tvö þeirra fóru á markið en Jonas Lossl í marki Huddersfield varði frá honum í bæði skiptin.

Gylfi vann líka sjö tæklingar og 74 prósent sendinga hans heppnuðust eða alls 23. Hann skapaði eitt færi en það var skallafæri fyrir Kurt Zouma á 56. mínútu.

Hér fyrir neðan má sjá tölfræði Gylfa í leiknum á móti Huddersfield Town í gær.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×