Enski boltinn

Fyrsti United stjórinn til að vinna síðan Sir Alex gerði það 2012

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford og Ole Gunnar Solskjær með verðlaun sín.
Marcus Rashford og Ole Gunnar Solskjær með verðlaun sín. Getty/ Jan Kruger
Manchester United átti bæði besta leikmanninn og besta knattspyrnustjórann í ensku úrvalsdeildinni í janúar.

Marcus Rashford var valinn besti leikmaður mánaðarins af ensku úrvalsdeildinni og Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var valinn besti knattspyrnustjórinn.

Ole Gunnar Solskjær varð þar með fyrsti knattspyrnustjóri Manchester United til að vinna þessi verðlaun síðan að að Sir Alex Ferguson fékk þau fyrir október 2012. Solskjær er líka fyrsti Norðmaðurinn til vera valinn stjóri mánaðarins.





Manchester United liðið fékk tíu stig af tólf mögulegum í janúar. Liðið vann Newcastle United, Tottenham Hotspur og Brighton & Hove Albion en gerði svo jafntefli við Burnley.

Marcus Rashford skoraði þrjú mörk í fjórum deildarleikjum mánuðinum en aðrir sem komu til greina voru Victor Lindelof, Tom Heaton, Joshua King, Alexandre Lacazette og James Ward-Prowse.

Rashford hefur alls skoraði sex mörk í átta deildarleikjum síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við United liðinu.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×